Kaldrifjaður félagi: ljóð

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2002

Um þýðinguna

Ljóð eftir Rose-Marie Huuva. Einar Bragi þýddi úr samísku.

Úr Kaldrifjuðum félaga

Á morgun
mun grænklætt fólk
leiða mig
inn í draumheima
til að geta
stungið
skorið og rótað í líkama mínum
eins og það best kann

í dag
græt einmana
óttaslegin
öryggislaust barn

ég er ekki lengur sjálfráða
þau gætu svipt mig lífi