Kaupfélag Borgfirðinga 80 ára 1904-1984

Höfundur: 
Staður: 
Borgarnes
Ár: 
1984
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Í þessu riti eru raktir helstu atburðir í sögu Kaupfélags Borgfirðinga í tilefni af áttatíu ára afmæli þess og brugðið upp svipmyndum af árangursríkri baráttu félagsins og þróttmiklu starfi. Átta áratugir eru langur tími, ekki síst með tilliti til þeirra ótrúlegu breytinga, sem orðið hafa á íslensku samfélagi frá síðustu aldamótum. Í rauninni má segja, að allt hafi breyst á þeim tíma - nema landslagið. Saga Kaupfélags Borgfirðinga er brot úr þjóðarsögunni: hvernig Íslendingum tókst að brjótast úr fjötrum og fátækt til sjálfstæðist og velferðar - með því að hefja merki samvinnustarfsins hátt á loft.