Kennarinn sem hvarf

Kennarinn sem hvarf
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2019
Flokkur: 

Um bókina

Krakkarnir í 6. BÖ eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa – en dag einn breytist allt!

Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás.

Bergrún Íris hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttir 2019 fyrir óprentað handrit að bókinni.

Úr bókinni

Nú eru tólf mínútur liðnar síðan bjallan hringdi og enn bólar ekkert á Báru. Hún er yfirleitt mætt snemma og komin á kaffibolla númer tvö þegar tíminn byrjar svo þetta er vægast sagt dularfullt. Varla er hún veik? Bára hefur ekki orðið veik einn dag frá því ég byrjaði í bekknum. 
   „Ú, kannski er kennaraverkfall. Þá fáum við frí í marga daga," segir Óli Steinn spenntur en Fannar er fljótur að leiðrétta hann.
   „Ég las reyndar ekkert um verkfall í Morgunblaðinu í morgun. Svo kom ég við á kaffistofunni þegar ég mætti og þar voru tveir sérkennarar og þrír kennarar úr unglingadeild. Bára hlýtur að vera veik. Það hefur bara gleymst að láta okkur vita. Ég skal athuga málið hjá ritaranum."
   Fannar gerir sig líklegan til að standa upp en Axel stekkur á fætur.
   „Nei glætan! Þú athugar ekki neitt! Það má enginn segja orð um þetta, annars fáum við afleysingakennara. Látum bara eins og Bára sé hérna. Þá getum við tjillað í allan dag."

(s. 23-24)