Kuggur, Mosi og mæðgurnar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Flokkur: 

Myndskreytt af höfundi.

Úr Kuggur Mosi og mæðgurnar:

- Hvaða vitleysa, segir mamma Málfríðar, - ég get ekki tekið askinn minn án þess að snerta hann, er það?
 Nú kemur gæslukonan aðvífandi. – Hvað er þú að gera, kona góð? Settu þetta strax aftur á hilluna.
 - Þetta er minn askur, ég skar hann sjálf út hörðum höndum fyrir ævalöngu. Líttu bara á, hér stendur skýrum stöfum á honum mamma Málfríðar. Þú færð hann ekki aftur, segir mamma Málfríðar snúðug. – Ég hef saknað þessa asks í áratugi og nú hef ég sótt hann í greipar þínar. Mamma Málfríðar gengur burt með askinn. Gæslukonan hleypur þá fram gang og æpir: – Hjálp, hjálp, glæpamenn, þjófar! Bjargið forngripunum!
 Þá opnast allar dyr og starfsfólk safnsins kemur hlaupandi.
 - Hvar eru þjófarnir? hrópar fólkið.
 - Þarna inni, veinar konan og hnígur niður á geysidýrmætan, fornan stól.
 - Það er bannað að setjast á forngripina, segir þjóðminjavörður um leið og hann hleypur ásamt starfsfólkinu inn í salinn.
 Kuggur tekur fyrstur eftir fólkinu sem kemur hlaupandi. – Sjáið þið, segir hann. – Ætli þau séu að elta einhvern?
 - Þau eru á eftir okkur, hrópar Málfríður. – Þau vilja ná askinum af þér, mamma!
 - Þvílík frekja, leggjum á flótta! æpir mamma Málfríðar. Og þau hlaupa af stað með allt starfsfólkið á hælunum!

(s. 19)