Kvæðið um Krummaling

Kvæðið um Krummaling
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2017
Flokkur: 

Úr bókinni

Flýgur hátt og flýgur lengi
fuglinn svarti yfir engi,
ferðast eins og flestir vilja,
fær í því að sjá og skilja.

Njósnafugl á norðurslóðum
nær að sinna málum góðum,
heldur sig á heimavelli,
hálu, köldu jökulsvelli.

Í gömlum sögum greinir frá
að goðin treystu krumma á.
Huginn og Muninn hétur tveir,
hrafnar Óðins voru þeir.