Kver um kerskni og heimsósóma

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Selfoss
Ár: 
2018
Flokkur: 

Hér er að finna vísur af ýmsu tagi, einkum gamanmál þar sem skopast er með dægurþras líðandi stundar og stjórnmálamenn teknir á beinið, stundum nokkuð stórkarlalega, en inn á milli eru einnig alvarlegri ljóð og stökur. Form ljóðanna eru af ýmsum toga – kvæði, drápur, limrur, ferskeytlur, slitrur, sléttubönd – en undantekningarlítið er ort í samræmi við hefðbundna bragfræði, með ljóðstöfum og rími.