Kvörnin

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1967
Flokkur: 


Úr Kvörninni:
- Hvað skyldi hún hugsa sér, hugsar hann og sparkar í fimmeyring sem verður á vegi hans. Myndi hún ætlast til þess að hann lifði á afrakstri fyrirtækisins einsog hún? Honum þótti það núna allt í einu kynlegt hvað hún minntist sjaldan á framtíðarfyrirætlanir hans, en hann varð þá einnig að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þær voru í molum, enda hafði hann lítið um þær hugsað. Honum var þó ljóst að hann myndi aldrei koma nálægt þessu fyrirtæki, ekki einu sinni stjórna því. Það þurfti líka allra sízt á honum að halda. Afturámóti þurftu þau á því að halda, og það var í rauninni helvíti hart. Honum leið illa í hvert sinn sem hann kom þar innfyrir dyr og sá mennina sitja við vélarnar, svipað og þeir væru sjálfir hlutar af samstæðu. Verkstjórarnir virtust ekki gefa honum gaum, í hæsta lagi litu þeir á hann með góðlátlegri fyrirlitningu. Hann var utangarðsmaður innan veggja þessa stóra húss, sem var þó stolt ættarinnar, og honum fannst það svosem ekki skipta máli þótt hann yndi því ekki alls kostar. Hann var í rauninni feginn því. Hann var frjáls; eða svo virtist honum þegar hann hugleiddi þessa hluti, endaþótt honum liði ekki alltaf þannig. Hann ætlaði að hafa það gott nú um hríð, fara síðan austur, finna sjálfan sig og verða að manni. Hann myndi ákveða þetta allt með haustinu. Líklega færi hann utan. Hann hlakkaði til þess. Þá yrði hann enn frjálsari.

(s. 18-19)