um bókina
"Í bókinni er að finna leiðbeiningar um staði, tímabil, manneskjur og minningar. Leiðbeinandinn stendur í mýri, eltir blaðbera og styttir sér leið í gegnum garð nágrannans, áður en hann vísar loks lesandanum aftur heim. En þorpið hefur áhrif á þá sem heimsækja það og gestirnir hafa áhrif á þorpið."
úr bókinni
Í gegnum nóttina
Ef þú ferðast í gegnun nóttina þarftu að vita
að hverri nótt fylgja hljóð
Hér eru þau fá
Engin umferð, hljóð eða tónlist
í mesta lagi nokkrir fuglar
En í dag komu gestir í þorpið á nýjum bíl
og í nótt vaknarðu við þjófavarnakerfi
Þetta er hljóð úr allt annarri nótt
Þó ekki nótt í stórborg
heldur nótt í dreifbýli einhvers staðar í útlöndum
þar sem krybbur fylla myrkrið af hljóðinu
sem verður til þegar þær nudda vængjunum saman