Lér konungur

Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010

Um þýðinguna

Ný þýðing Þórarins Eldjárns á leikriti Williams Shakeskpeare, í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins veturinn 2010-2011.

Úr Lé konungi

JÁTGEIR

Ég var sagður sekur.
Í holum trjábol fann ég felustað
og slapp fyrir heppni. Höfnum var öllum lokað
og sérstakir varðmenn settir alstaðar
mér til höfuðs. En meðan ég geng laus
kemst ég undan og ætla mér því nú
að taka á mig það aumlegasta gervi
sem neyðin getur niðurlægt menn til:
Verð eins og skepna, andlitið ata saur,
hef druslur um mittið, krulla kleprað hárið,
nekt mína læt ég ögra öllum veðrum,
æðandi stormum, ógnum himinhvolfsins.
Hér um slóðir er fjöldi fyrirmynda:
Betlarar sem vaða uppi og öskra,
handleggi sína dofna og nakta þeir nísta
með nálum, flísum, fleinum og rósmarínsprotum;
og vafra með þann hrylling milli hreysa,
í krummaskuð og kofaræksni og myllur,
og ýmist með bænum eða trylltu bölvi
heimta´ ölmusu. Ræfilstetrið Tommi klikk!
Ég verð nú hann og Játgeir er ekki til.

(bls. 69)