Liðsforingjanum berst aldrei bréf

Þýðandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1980

Um þýðinguna

El coronel no tiene quien le escriba eftir Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs.

Úr Liðsforingjanum berst aldrei bréf

Mér er hulið hvað þeir sjá í þessu ljóta dýri, sagði konan. Mér finnst haninn vera skrítinn. Hausinn er allt of smár miðað við lappirnar.

Piltarnir álitu hanann vera þann hugprúðasta í allri sýslunni, svaraði liðsforinginn. Hann er eitthvað um fimmtíu pesosa virði.

Liðsforinginn þóttist sannfærður um að þessi rök mundu réttlæta ákvörðun hans um að setja hanann á, en hann var arfur frá syni þeirra, sem hafði verið skotinn til bana í hanaslag fyrir nokkrum mánuðum, vegna þess að hann hafði ljóstrað upp leyndarmáli.

(s. 20)

Fulltrúinn rétti lækninum bréfapóstinn. Öðrum bréfum stakk hann aftur í pokann og lokaði honum. Læknirinn bjóst til að lesa tvö einkabréf. En honum varð litið til liðsforingjans, áður en hann reif upp umslagið. Síðan horfði hann á fulltrúann.

Ekkert handa liðsforingjanum?

Liðsforinginn fann hvernig skelfing læstist um líkama hans. Fulltrúinn lyfti póstpokanum á bakið, skundaði niður hafnarbakkann og svaraði, án þess hann liti um öxl:

Liðsforingjanum berst aldrei bréf.

(s. 43-44)