Lífið er skáldlegt

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1978
Flokkur: 

Úr Lífið er skáldlegt:

Leikskólinn

Jóra var hnuggin í morgun.
Veistu það, pabbi,
að hún Ragnheiður sagði
að ég borðaði með hárinu,
nefinu og eyrunum,
en ekki með munninum.
Það var togstreita á Lambadeildinni.
Ragnheiður vildi ná Ebbu frá Jóru,
Jóra vildi hafa sína Ebbu áfram,
en aumingja Ebba
er svo áhrifagjörn.
Ekki batnaði það
þegar strákur sem er ótukt
hristi sandinn úr vettlingnum sínum
framan í Jóru.
Það voru svo mikil læti,
sagði Jóra,
þessi skóli er leiðinlegur.
Um kvöldið skrifaði Dalla
eftirfarandi á blað
og það bjargaði skáldskapnum
á Öldugötunni:
Einu sinni var deig
sem gat talað.
Svo kom kerling
og skar tunguna úr því.

(s. 20-21)