Listin að vera einn

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2014

Um bókina

Þýðingar Gyrðis Elíassonar á ljóðum Shuntaro Tanikawa.

Úr Listinni að vera einn

RÚM

Þessi kona sefur.
Kannski hin konan líka.
Þær þjást í afturhvarfi sínu
til barnæsku.

Undir huldum brjóstum
mæla hjartaslög þeirra
tímann.

Milli hlýrra sængurfata
gefur lífið frá sér
daufan ilm.

Rúmið,
sem dreymir um ást,
bruggar launráð.

(43)