Litbrigðamygla

Litbrigðamygla
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Úr bókinni

in memoriam

þú horfðir framan í hann og hann grét
svo framandi sem hann sýndist þér
þegar þú reyndir að tengjast þótt enginn nálgaðist þig

hann
mun einnig snerta okkur

og lífið er eilífur böðull
situr um þig meðan þú sefur
sefar þig meðan þú vakir vitjar þín aldrei framar

hann
vitjar okkar í draumi

við skulum ekki tala um einelti
eða ráðin til þess að losna undan því
við skulum ekki tala um atvikið þegar
fjórir strákar spörkuðu í punginn
á þér þegar þeir vildu að ég
sparkaði í liggjandi vesaling
við pössum uppá þig sögðu þeir
- hann gerir ekkert -
við skulum ekki tala um einelti
eða örvæntingu örþrifaráð
tölum ekki um minningar og ekki um
gamlar lygasögur hvað stoðar það
tölum frekar um hafgýgjar í himnaríki
og glóðaraugu í eilífðinni