Ljóð í Ljóð ungra skálda

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2001
Flokkur: 

Ljóðin Sendibréf og Hjarta og blóð.

Sölvi Björn Sigurðsson ritstýrði safninu og ritaði formála.

Hjarta og blóð

Sígarettur viskí
og kaffi.

Elsku ljúfa,
hell mig
fullan
af glaumnum
svo ég megi
gleyma
hve
ægilegt er
að eiga
hjarta
og blóð.

Dreyp svo
á mér
og leyf mér
hvíla
við barm
þinn.

Og ef heimurinn
tæki svo
uppá því
(alltíeinu)
að snúast
hættulega
nærri
tak þér
þá barefli
í hönd
og legg
augu mín
aftur.

(34-5)