Ljóð muna rödd

Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2016
Flokkur: 

Úr Ljóð muna rödd

Hér á spássíu Evrópu

Héðan af spássíu Evrópu
horfi ég á eilífð álfunnar

Að venju vegast á
bjartsýni og níhilismi

Hér á spássíu Evrópu
höfum við skrifað nótur
um meginmálið á síðunni

Við erum á sömu blaðsíðu
en við erum á spássíunni

 

Rödd

Rödd alltaf rödd

bakatil í draumunum

Rödd sem heyrist varla
Rödd sem hverfur ekki
Skrýtið

Rödd sem er líf
Ég finn fyrir henni bakatil
í draumunum

Alltaf