Ljóð námu land

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1985
Flokkur: 

Úr Ljóð námu land:

Ljóðnámuland

I

Ofríkið græddi í okkur ljónshjarta
Hvergi var lengur vettvangur okkar né tún
Flóttinn mesta hetjudáðin

II

Flotinn flaut og sjóndeildin einhæf
Fljóta
Berast
Reka
Bara fljóta
Innan hringsins eilífa
Sökkva ekki

III

Hrafnar flugu úr huga okkar frjálsir
Súlur svömluðu
með rótfestu okkar alsetta verndarorðum

Súlur og hrafnar:
Boginn og örvarnar
Tréð og söngur fuglanna
Staðfestan og hugarflugið

IV

Kraftaverkið:
Óendanlegur
hringur sjóndeildar
tekur enda!
Við hrökkvum upp
af sjávarvímunni:
Landsýn!