Ljóðaárbók 1988

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988

Ritröð: Ný skáldskaparmál. Ritstjórar: Berglind Gunnarsdóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Árnason.

Úr Ljóðaárbók 1988:

Hunang og blóð (e. Þórarinn Eldjárn)

Til eru skáld
sem vakna andfúl að morgni
fá sér harðsoðið egg með blaðinu
hunang í teið
en frussa svo í vaskinn:
oj blóðbragð

Önnur vakna
í tungumálið
teygja sig blíðgrimm
í elsku sína og vekja
henni blóð:
mmm hunang

(67)