Ljóðaárbók 1989

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1989
Ritstjórar: Berglind Gunnarsdóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjartan Árnason.

Af bókarkápu:

  Ljóðaárbók 1989 er önnur bók í ritröðinni Ný skáldskaparmál. Að þessu sinni hefur verið leitað til fræðimanna og skálda. Þeir fyrrnefndu svara spurningunni: Hver er samtímaljóðlist okkar? Skáldin fjalla um spurninguna: Hvað er ljóðið?
  Það er trú útgefanda að Ljóðaárbók 1989 gefi vísbendingu um stöðu og þróun ljóðsins og veiti innsýn í stefnur og strauma ljóðlistar á okkar tímum.