Ljóðlínudans

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993
Flokkur: 

Úr Ljóðlínudansi:

Miðborgarblús

III

Andvarinn litli
Fær áhuga á laufum sem
Haustið hefur prjónað
Handa jörðinni
Fer svo að leika vind
Færist allur í aukana
Þreifar sig áfram um húsasundin
Göturnar garðana
Gleymir sér villist
Finnur ekki leiðina heim
Verður hræddari með hverri götu sem líður
Fyllist loks örvæntingu

Um miðnætti geysar stormur
Í borginni
Rífur í hár fólksins
Og nóttina sem skríður
Eins og kolareykur inn í höfuð fólksins
Fullt af húsbréfaklemmum
Ermarnar síðar fyrir loforð og tromp
Telja á fingrum sér
Eitthvað sem aðrir vita ekki um

Stormurinn rífur æstur í hár þess

Þið eruð sinnepsbeisk
Minnislaus kjaftasöguþjóð
Æpir hann rammvilltur
Geisar um alla borg og nærsveitir
Æpandi