Úr Ljóðorkusviði:
Kort
Rignir á mannlausar götur
ruslinu helgaðar
Hneykslaðir skynsemishamrar
dynja á steðjum
í öllum setningum þeirra
springur ,,auðvitað út
grænn gröftur
óheilbrigðar skynsemi
Ferðafólkið starir oní kortin
af borginni leitar
að staðreyndum
engin írónía
bara staðreyndir
Ekkert dularfullt
eins og í tungumálinu
eða tunglinu (fullt í dag)
Ferðafólkið starir oní kortin
en hvergi eru kort
með landamærum
og öllu
sem við berum með okkur
berum innra með okkur
um borgina sveitina heiminn
og himinin stjörnubjartan
(47)