Auk Vilborgar eiga Ágústína Jónsdóttir og Þóra Jónsdóttir ljóð í bókinni.
Myndir: Ágústína Jónsdóttir, Snorri Sveinn Friðriksson og Þóra Jónsdóttir.
Úr Ljósum höndum:
Skassið á háskastund
Löðrungar og köpuryrði
allt er gleymt
ó kæri
hérna er fléttan
snúðu þér bogastreng
ég skal brýna búrhnífinn
og berjast líka
bæinn minn skulu þeir
aldrei brenna
bölvaðir.
(55)