Maður lifandi: óperuleikur

Höfundur: 
Útgefandi: 
Ár: 
1999
Flokkur: 

Uppfærslur:

Strengjaleikhúsið, sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins 1999.

__________________________________________________

Úr Maður lifandi (1999):

HVERS MANNS HUGLJÚFI:
Stundum verður lífið á vegi okkar. Og það kann að gerast svo snögglega að við stöldrum andartak, kinkum kolli og segjum: þetta er það sem ég á, þetta er lífið.

Flesta daga — oftast nær — eigrum við um, ímyndum okkur að störf okkar séu mikilvæg, gerðir okkar einhvers virði, jafnvel á mælikvarða eilífðarinnar, að við séum góð og einhvers metin af samferðafólki okkar, en við gefum lífinu sjaldan gaum.

Ég er leikari. Ég skoða lífið með augum annarra. Ég geri það í von um að þessi annar sért þú og ég horfi með þínum augum; og að þannig muni þín augu sjá betur.

Stundum verður lífið á vegi okkar. Oftast segjum við ekkert, en við gætum sagt: þetta er það sem við eigum, þetta er lífið.

VERA MEÐ VÆNGI:
Í sjálfum þér innst er myrkur
og innst í því myrkri ert þú.
Og innst í þér sjálfum er annað myrkur
og innst í því myrkri ert þú.
Og innst í þér þar er enn eitt myrkur
og enn er þar einungis þú. Í sjálfum þér innst
er myrkur myrkur —
þú berð þangað ljós
er þú deyrð —