Max Jacob

Höfundur: 
Þýðandi: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993

Um þýðinguna

Kynning Braga Ólafssonar á franska skáldinu Max Jacob og þýðingar á ljóðum eftir hann. Birtist í: Bjartur og frú Emilía, 3. tbl. 1993, s. 21-35.

Bókmenntir og ljóðlist

Það var í nágrenni Lorient. Sól skein hátt á himni og við fórum í stutta göngutúra og horfðum í gegnum septemberdagana á hafið rísa og hylja skógana, landslagið, klettana. Brátt var ekkert eftir sem gat spornað við bláu hafinu nema hlykkjóttir stígarnir milli trjánna, og fjölskyldurnar sem áttu það leið um tóku að draga sig nær hver annarri. Meðal okkar var lítill drengur í matrósafötum. Hann var dapur að sjá; hann tók í hönd mína: Herra, sagði hann, ég hef verið í Napólí; vissuð þér að í Napólí er fullt af litlum götum; maður getur gengið um göturnar alveg einn án þess að nokkur verði manns var. Það er ekki svo að Napólí sé fjölmenn borg en þar eru svo margar litlar götur að aldrei eru fleiri en ein gata á mann. Hvaða vitleysu er drengurinn að segja yður? spurði faðir hans. Hann hefur aldrei komið til Napólí. Drengurinn yðar er skáld, herra. Allt í lagi með það, en ef hann fer að kalla sig bókmenntamann þá sný ég hann úr hálsliðnum! Hlykkjóttir stígarnir þerraðir af hafinu höfðu vakið hjá honum drauma um göturnar í Napólí.