Með byssuleyfi á eilífðina

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988
Flokkur: 

Úr Með byssuleyfi á eilífðina:

hrafninn

í æsku var mér sagt frá hrafninum;
Hann væri hinn versti vargur, haldinn
kvalarlosta og í raun nokkurskonar
vængjaður dauði. Var mér bent á söng
hans því til sönnunar.
nú hef ég séð hann slíta auga úr
lifandi kind enda veit hver maður
að skotvopn hefur hrafninn ekki í
fórum sínum