Með heiminn í vasanum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2011
Flokkur: 


Af bókarkápu:Ari er auðmannssonur sem á allt sem hugurinn girnist - nema vini. Katla frænka hans er staðráðin í að breyta heiminum en Jinghua hugsar um það eitt að sleppa úr þrældómnum í leikfangasmiðjunni.Æsispennandi tölvuveröld, eltingaleikir, foreldralaust partý - og svo samstaðan, sem öllu getur breytt.Úr Með heiminn í vasanum:Þau störðu öll á miðann. Meira að segja Ægir þagði. Það var Katla sem rauf loks þögnina.Og hvað þýðir þetta?Ég veit það ekki, sagði Ari og sneri miðanum við eins og skýringuna væri kannski að finna á bakhliðinni.Er þetta alvöru? Ég meina, þetta virðist vera handskrifað, sagði Katla.Ég er ekki það langt kominn í kínverskunni að ég skilji þetta, sagði Ari afsakandi.Já, en meira að segja ÉG skil þetta! sagði Katla og benti á alþjóðlegt neyðarkallið. SOS.Kannski er þetta geimskip!Ægir hafði verið hljóður óeðlilega lengi en nú var eins og búið væri að trekkja hann upp aftur. Hann var farinn að tvístíga og hoppa eins og honum væri mál.Nei, ég er að meina þetta! hrópaði hann þegar hann sá vantrúarsvipinn á systur sinni og frænda.Kannski voru einhverjar geðveikt litlar geimverur sem komu með þessu skipi, þetta lítur út eins og geimskip! sagði Ægir æstur og benti á brotajárnið á borðinu.Leit út, meina ég, þegar það var kóngurló. Og svo bilaði það og þær kunnu bara kínversku. Já, og SOS.Atli varð að viðurkenna að þetta var ekki vitlausara en svona önnur hver bíómynd sem hann hafði séð. En hvar voru þá litlu geimverurnar? Einhvers staðar heima hjá honum á Fjólugötunni? Nei. Hann var búinn að tapa þessum hæfileika sem Ægir virtist ennþá búa yfir, að trúa á hið ótrúlega.Katla tók upp stykki úr sundurhlutaðri kóngulónni, gljáandi málmplötu, og velti henni hugsi milli fingra sér.Made in China ...Hún leit allt í einu á Ara eins og einhverju hefði lostið niður í kollinn á henni.Ari? Hvar fékkstu þetta dót?Einhver gaur gaf mér það. Og pabbi hans. Frá Kína. Hann framleiðir þetta. Pabbinn, sko. Ekki gaurinn. Hann getir örugglega ekki mikið annað en að greiða sér, sagði Ari og gat ekki stillt sig um að setja góðan skammt af andúð í tóninn.Og hvar hittirðu þetta fólk? Þennan gaur og pabba hans?Heima hjá mér.Það er nú undarlegasta fólki hleypt inn á hemilið þitt, segir Katla í hneysklunartón.Segir hver?! Mér var hleypt inn af Norðmanni á nærbuxunum hérna rétt áðan.Ari gat ekki að sér gert að skella upp úr. Katla varð þungt hugsi.Og Kínverjarnir gáfu þér þetta dót, segirðu? Var þetta í umbúðunum  þegar þú fékkst það?Ara var farið að líða eins og hann væri lentur í yfirheyrslu en skildi ekki fyrir hvað. Hann hafði ekki brotið neitt af sér. Allavega ekkert sem Katla gæti mögulega vitað um ...(s. 102-103)