Miðvikudagar í Moskvu

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979
Flokkur: 

Af bókarkápu:

Enginn Íslendingur hefur kynnst sovésku samfélagi eins náið og Árni Bergmann. Hann fór ungur til háskólanáms í Moskvu og dvaldist þar um margra ára skeið. Námsár hans í Moskvu voru einn merkilegasti umbrotatími í sögu Ráðstjórnarríkjanna eftir stríð.

Þetta er tímabil leyniræðu Krústjoffs og fyrstu bóka Solzenitsíns - tími bjartra vona um að Sovétríkjunum tækist að leysa sig úr viðjum Stalínismans.

Árni kristallar lífsviðhorf þeirrar kynslóðar sem mótaðist við þessar aðstæður, vonir hennar, og ekki síður vonbrigðin þegar á leið. Við kynnumst hér litríku mannlífi, listamönnum og stúdentum, andófsmönnum jafnt sem jábræðrum skipulagsins og þá ekki síst því hvunndagsfólki sem ekki verður flokkað á þennan hátt. Í frásögnum af þessu fólki má greina örlagasögu sovésku þjóðanna á tuttugustu öld. Árni Bergmann hefur um nokkurt skeið lagt fram mikilvægan skerf í menningar- og þjóðfélagsumræðu hérlendis. Í krafti margþættrar reynslu sinnar og víðtækjrar þekkingar hefur honum tekist að þoka þeim umræðum úr lágkúru og einhæfni til víðsýnni og margþættari viðhorfa.

Þessi bók Árna er bæði pólitískur og menningarsögulegur viðburður. Hún er uppgjör manns við staðnað þjóðskipulag - en um leið ástarjátning til þeirrar þjóðar sem við það býr.