Mig hefur dreymt þetta áður

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1965
Flokkur: 

Úr Mig hefur dreymt þetta áður:

Maíkvöld

Þegar ég sé mánann lágt á himni
verður mér hugsað um margt sem framhjá ber
Fyrst sé ég hópa skordýra þeysa hjá í rómverskum stríðsvögnum
síðan virðist máninn epli sem hefur verið bitið neðan af
Þar næst er hann flótti heiðingjanna um ónumin landsvæði jarðarinnar
og loks er hann draumur húsanna um jólasnjó kerti og skraut

Hann
breytist
við hvert augnaráð
Nú er hann að hverfa
inn í fjólubláar hallir skýjanna
og förumaðurinn á ekkert eftir
nema dálitla grautarslettu

Þá prjónar máninn eins og villtur gæðingur
og járnaðir hófar söngs hans skella á harðri stéttinni
Margar stúlkur týna silfurstreng æskunnar
Máninn siglir gegnum þungar öldur veraldarhafsins
með hvítglóandi segl við hún
Hollendingurinn fljúgandi sem aldrei kemur að landi

(s. 33-34)