Mislæg gatnamót

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2019
Flokkur: 

Um bókina

Mislæg gatnamót er fimmta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur, sem er einnig höfundur fjórðu bókarinnar um Randalín og Munda.

Úr Mislægum gatnamótum
 

Hálsaskógur

Að hausti teygja þau út mýkstu angana
þreifa á loftinu líkt og til að spyrja;
var þetta virkilega allt og sumt?

Allt angar af breytingum;
víðir, björk, ösp, vel birg laufum
en með áform um að losa sig við ryðrauðan farangurinn
og hefja kuldalegt líf sem naktir meinlætamenn.

Önnur harðneita að skipta um búning,
stafafura heldur sínu striki
hugsar ekki andartak til þess dags
þegar hún mun sligast undan snjó.

Fuglar skrækja
ölvaðir af reyniberjum
vita að veturinn verður kaldur
og blautur.

Það blikar á frostrós á gaddavír.