Morð fyrir luktum dyrum

Morð fyrir luktum dyrum eftir Hermann Stefánsson
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010
Flokkur: 

Um bókina

Morð fyrir luktum dyrum er smákrimmi í ritröðinni Umslag.

Umslögunum er ætlað að fjalla um menningu og mannlíf með ritgerðum, greinum, sögum, ljóðum og myndverkum. Fyrsta ritið í röðinni var ljóðaumslagið Sjöund eftir Gunnar Hersvein (2008) og auk smákrimma Hermanns kom út rit um jólasveinana árið 2010, Húfulaus her eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Umslögin eru hönnuð af Sóleyju Stefánsdóttur og virkar kápan bókstaflega eins og umslag sem, auk þess að vera hluti af verkinu, má nota sem umbúðir til að póstsenda það í.