Mótmæli með þátttöku – bítsaga

Mótmæli með þátttöku – bítsaga
Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2004
Flokkur: 

Úr bókinni

fáein orð um geðveiki

Í slitlaginu blandast blóð og tjara. Senn verður
takmarkinu náð. Ég er syndlaus maður, laus við
hvatir. Dökk krómmaskínan æðir áfram einsog
hraðlest inní eyðimörkina. Ég sé himininn
opnast í sporöskjulaga auga og reglulega varpar
það fram slitróttum myndum úr lífi mínu. Þetta
blikandi auga er það eina sem lýsir upp rauða-
myrkrið.

Þau giftust á fimmtudegi í mars á ferðalagi um
Gíbraltar. Næsta miðvikudag voru þau stödd í
hótelherbergi á sjöundu hæð Hilton hótelsins í
Amsterdam þar sem heimspressan hélt að þau
hygðust gera það fyrir framan myndavélarnar
í þágu friðar. Á bilinu fimmtíu til sextíu blaða-
menn höfðu ferðast frá London til þess að vitna
um þennan atburð, berja kappann augum með
þessari undarlegu konu frá Japan sem hann
hafði verið að gera hosur sínar grænar fyrir.

Loks hafði hann gengið af göflunum.

Sökum þess hversu mikla athygli brúðkaupið
vakti, hefði allteins verið hægt að nota tækifærið
til að koma skilaboðum áleiðis. Mörgum árum
síðar viðurkenndi hann að þær pólitísku hug-
sjónir sem hann hafði að leiðarljósi hefðu í
vissum skilningi verið barnalegar. Hvernig átti
að vera hægt að boða frið í heimi sem átti aðeins
ofbeldi?