Myrkrið kringum ljósastaurana

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Úr Myrkrinu kringum ljósastaurana:
Drög að götumynd
gæti þetta ljóð heitið
og hefst á því að grár köttur
röltir niður Skólavörðustíginn
um leið og dagsbirtan hörfar af himninum
og ljósin kveikja skugga á götunni
og bílarnir og húsin fá nýjan lit
og trjágrein hristir gult laufblað niðrá stéttina
og höfuð stingst út um glugga á ryðguðu þaki
og kvöldið byrjar að ilma
af támjóum skóm og lýsandi skærum
og konu í rauðri kápu
sem kemur fyrir hornið
á Óðinsgötunni
og stefnir á litlu blómabúðina
við hliðina á Mokka
en áður en hún tekur í hurðina
lítur hún snöggvast upp götuna
og sér ekki betur
en búið sé að næla
skottið á kettinum
í mánann
                                    (Vogue in memoriam)