Nihil Obstat

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Úr Nihil Obstat:

Virkni

Þegar ég velti fyrir mér virkni minni í veröldinni man ég alltaf fyrst eftir sögunni um appelsínuna sem datt upp úr matvörupokanum mínum efst á Skólavörðustígnum og ég hafði elt alla leið niður að Fröken Reykjavík þegar ég áttaði mig á að ég myndi aldrei borða ávöxt sem hefur oltið niður eða yfir fleiri en þrjár umferðargötur svo þegar ég hafði gengið alla leiðina aftur uppeftir þá var búið að stela ölum matnum mínum og þegar ég hugsa um þessa sögu þá man ég alltaf eftir annarri úr biblíunni um þarna gaurinn sem týndi einum gaurnum sínum og þegar hann var búinn að finna gaurinn og var að koma með hann aftur til hinna gauranna sinna þá voru hinir gaurarnir búnir að giftast einhverjum gaurum og eignast sína eigin gaura eða kannski voru það fjaðrir í sögunni ég man það ekki alveg en þetta merkir eitthvað svipað og þá skiptir ekki öllu máli að rétt sé farið með staðreyndir.