Nótt

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2003
Flokkur: 

Gefin út í bókinni Auga Óðins, sem er safn smásagna eftir ýmsa höfunda. Sögurnar tengjast allar norrænni goðafræði. 

Úr Nótt:

„Loksins. Ég er búin að bíða þín í fleiri vikur,“ hvíslaði hún rámri röddu.
„Mín?“ hvíslaði Nótt.
Konan ræskti sig: „Já, nafna mín. Þú ert sú eina sem getur hjálpað mér að losna héðan.“
„Nafna þín?“
„Ég er Nóttin sem ek vagni mínum yfir himininn svo jörðin og mennirnir megi hvílast í ljúfu næturmyrkrinu sem ég færi þeim.“
„Hvað?“
„Þursar úr Niflheimi vilja ná hér yfirráðum. Þeir ætla að tortíma fólkinu á jörðinni með því að steikja það í eilífu sólskini. Þeir sátu fyrir mér, klófestu mig og settu mig í þessa hlekki. Hér sit ég svo bundin og get ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir ætlan þeirra. Enginn getur losað mig úr þessum fjötrum nema Þór, hinn máttugi guð þrumunnar.“
„Hvað ertu að tala um?“ Nótt var skræk af undrun.
„Í myrkrinu hef ég sent þér boð um að koma.“
„Mér?“ hvíslaði Nótt.
„Ég er Nóttin sem þú ert skírð í höfuðið á og þess vegna nefndi ég nafnið þitt.“

(s. 16)