Ný skammarstrik Emils í Kattholti

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1979

Astrid Lindgren : Nya hyss av Emil i Lönneberga.

Af bókarkápu:

Emil sem átti heima á bænum Kattholti í Hlynskógum í Smálöndunum, hefur þú nokkurn tíma heyrt talað um hann? Jæja, ekki það! En í Hlynskógasókn finnst ekki einn einasti maður sem ekki kannaðist við litla óþekktarorminn þeirra í Kattholti, hann Emil þennan sem gerði fleiri skammarstrik en dagarnir eru margir í árinu. Hann var alltaf látinn dúsa í smíðaskemmunni þegar hann hafði gert skammarstrikin, og þá tálgaði hann alltaf lítinn og skrýtinn spýtukarl. Hann var fljótur að því að hann hugsaði ekki mikið á meðan og hann var orðinn vanur að tálga. Þegar þessi saga hefst átti Emil níutíu og sjö spýtukarla í röð uppi á hillu í smíðaskemmunni og þegar henni lýkur eru þeir orðnir hundrað tuttugu og fimm. Geturðu þá reiknað út hvað hann gerði mörg skammarstrik á þessu tímabili? Þú færð ekki að heyra um öll skammarstrikin, en mörg þeirra. Þú getur byrjað að lesa um þegar hann hellti blóðgumsinu yfir pabba sinn.