Nýsnævi: ljóðaþýðingar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2015

Um þýðinguna

Nýsnævi er safn ljóða eftir 15 samtímaskáld frá 11 Evrópulöndum. Hér eru ólík skáld saman komin sem þýðandinn, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, hefur valið að setja undir einn hatt.

Höfundarrödd þýðanda skapar heildstætt ljóðasafn með óvæntum sveigjum og beygjum. Heimalönd skáldanna eru Danmörk, Finnland, Noregur, Litháen, Eistland, Búlgaría, Skotland, Malta, Pólland, Slóvenía og Lettland.

Aðalsteinn ritar eftirmála um skáldin sem eiga ljóð í bókinni.

Úr bókinni

Í upphafi
[eftir Simone Inguanez]

í upphafi voru vínber.
síðan orðið — orð eins og kirsuber
og daglegt brauð, einsog vatn
— áður en það frýs
þar sem áhugalaust tillit til einhvers ákveðins …
augu þín ásamt orðunum, uppspretta hnífa.
unaður   sársauki
brúnir á mjóum línum.

mig dreymir enn
að þú sért inni í mér
þú kemur án þess að banka
musterið bíður þín —
og ég segi ekki villast
í myrkrinu og þú brosir —
af þér er hunangsbragð.

(185)