Örugglega ég

örugglega ég
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1988
Flokkur: 

Vatnslitamyndir eftir Blöku Jónsdóttur.

Úr Örugglega ég:

Haust
Við erum haustlaufin
sem leika
í golunni
fagurrauð
með litla ósýnilega vængi
glettast
og láta sig engu varða
þótt veturinn sé í nánd.
Við áttum okkar sumar
áttum okkar vor
en núna erum við rauðglóandi
af ástríðu haustsins.