Ósánar lendur

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1977
Flokkur: 

Ljóðasafn Fjölva nr. 3. Myndir: Þórhildur Jónsdóttir

Úr Ósánum lendum:

Skrítnir fuglar

Í garðinum maddömunnar
eru geymdir skrítnir fuglar.
Þeir flögra
og flögra
daginn út,
daginn inn
flögra þeir gargandi, óðir
í garðinum maddömunnar.
Hver getur skilið fuglana,
skepnurnar í grasgarðinum?
Ekki þú
eða ég.
Varla neinn
nema þeir,
sem flögra gargandi, skrítnir
í garðinum maddömunnar.