Puntrófur og pottormar

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1992
Flokkur: 

„Sólin skín skært á marglit húsþökin við Fjörugötu. Það gutlar í öldunum er þær skella mjúklega á ströndina en annars er það aðeins einstaka kvak í fugli sem rýfur morgunkyrrðina. Nýr dagur er að renna upp. En þetta er enginn venjulegur dagur. Þetta er síðasti skóladagur vetrarins og sumarleyfið er um það bil að hefjast.
Það býr skemmtileg, átta ára stelpa við Fjörugötu, ásamt fleiri börnum. Hún hlakkar mikið til sumarsins. Alltaf er nóg að hafast að, margvíslegir leikir, skemmtileg viðfangsefni og jafnvel svolítil ævintýri bíða hennar og vina hennar. Nú skulum við verða félagar stelpunnar og fylgjast með henni eitt sumar með hjálp þessarar bókar.
Við skulum byrja á því að gægjast inn í stórt hvítt hús við miðja götuna og kynnast söguhetjunni okkar, henni Lísu. Hún býr þarna ásamt móður sinni og systur. Þarna liggur Lísa í rúminu sínu. Þetta er ósköp falleg, lítil stúlka með rjóðar kinnar og ljóst hár niður á axlir. Hún er fremur lítil eftir aldri og grönn en það sjáum við ekki þar sem hún liggur undir sænginni sinni.“

(s. 7)