Regn í mai

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1957
Flokkur: 

Teikningar: Hörður Ágústsson

Úr Regn í maí:

Con amore

Ég elska konuna nakta
með næturgala í augum:
nývaknaða angandi lilju
laugaða hvítri morgunsól,
konuna unga ólétta
með knapprauð blóm
á bleikum þúfum
þreyjulaus af þrá
eftir þyrstum hunangsfiðrildum,
konuna stolta sigurglaða
sýnandi öllum heiminum
sinn vorsána frjóa akur
þar sem undrið vex í myrkri
moldinni gljúpu: vex.