Safnborg

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1993
Flokkur: 

Úr Safnborg:

regnhlífarlán

hef að láni götótta
regnhlíf að lyfta mér
milli hugsmíðaðra
stjörnuturna yfir
ófær malbiksfljót
flugmælskar gresjur

ekki er þetta mitt óðal
né dragnast um í sumarfríi
eða verð uppnuminn
í bylgjótta ljóðhimna

aðeins fengið að láni
götótta regnhlíf
að dyljast döguninni