Sagan af bláa hnettinum

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1999
Flokkur: 

Um bókina

Texti eftir Andra Snæ Magnason, myndlýsingar og hönnun Áslaugar Jónsdóttur.

Úr Sögunni af bláa hnettinum

Loðnar köngurlær og eitraðar áttfætlur

- Við erum víst börn! Við erum víst börn ha ha ha ha ha!!!!
 Brimir og Hulda lögðu við hlustir.
 - Hver er að herma eftir okkur? kallaði Hulda út í myrkrið.
 - Hver er að herma? Hver er að herma? Hver er að herma? svaraði myrkrið.
 Börnin skimuðu inn í dimman skóginn milli trjástofna og daufur söngur barst þeim til eyrna.

Áttlöpp og Flugnafæla
Flækjufótur. Lirfubrjótur
spinnið og spinnið
Spunavargur. Vefari
Vondur. Ljótur. Slefari
spinnið og spinnið
sparið ekki vefinn
finnið og finnið
fiðrildaþefinn?

 - Sjáðu vefinn, sagði Brimir og benti á stóran köngurlóarvef sem strengdur var á milli trjágreina.
 - Og þarna líka, sagði Hulda.
 - Og þarna fyrir ofan okkur líka!

heyrum og heyrum
barnaróminn
spinnum og spinnum þeim
örlagadóminn

(s. 44)