Sagan af húfunni fínu

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995
Flokkur: 

Myndir: Halldór Baldursson.

Úr Sögunni af húfunni fínu:

Hringinn kringum húfuna
himnar úr sér breiða,
flugdrekar með frábær skott
fimir vindinn veiða.

Loftbelgur og vængjuð vél
vaða skýjabakka,
sælgæti og silfurbréf
sáldrast yfir krakka.

Þyrlur, blöðrur, fallhlíf, fis
flugeldar með totu,
eldflaugar og ofurmenn
æða fram úr þotu.

Hærra upp á húfunni
hyldjúpur er geimur.
Endaleysan á sér nafn,
oftast nefnd alheimur.

Sól og máni svífa frjáls,
sindrar reikistjarn,
halastjarna heilsar kát
honum Litla-Bjarna.

Vetrarbrautir vítt og breitt
velta í góðu tómi,
efnisheimsins óma lag
í kraftbirtingarhljómi.

(s. 22-23)