Myndir eftir höfund.
Úr Sögunni af Labba pabbakút:
Amma hló og fékk sér aftur í bollann. Síðan varð hún alvarleg á svipinn, kallaði á Labba til sín, og nú tók hún strák upp úr skjóðunni. Það var heldur en ekki skrýtinn náungi. Köflóttur á maganum, röndóttur á höndum og fótum en hausinn var svartur. Þó var nefið á honum langskrýtnast, afar stórt og skærblátt á litinn. Labba þótti strákurinn fallegur. “Heitir hann Blánefur?” spurði hann. “Satt að segja átti þetta að vera Gosi. Þú skalt bara kalla hann Blánef. Það er réttnefni.”
(s. 21)