Sagði mamma

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000

Um þýðinguna

Ljóðabókin Mother Said eftir Hal Sirowitz í þýðingu Aðalsteins.

Úr Sagði mamma

Úrkrækt auga

Ekki stinga höfðinu út um gluggann
á meðan pabbi þinn er að keyra, sagði mamma.
Grein á tré getur krækt úr
þér augað & jafnvel þótt hann stöðvi í tíma
& geti fundið það í öllu fallna laufinu,
geturðu ekki bara sett það aftur í tóftina
& gert ráð fyrir að það virki einsog það gerði áður.
Læknir verður að tengja aftur vefina
& ef einhver hluti er skemmdur – pabbi þinn
gæti hafa stigið á það áður en hann fann það –
virkar það aldrei rétt & allir
vita að það er ófullkomið,
vegna þess hvernig þú gjóar því.