Satt að segja : Af fyrirtækjum og stjórnmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1995

Af bókarkápu:

Á seinni árum hafa fáir verið eins fyrirferðamiklir íslensku atvinnulífi og Hafnfirðingurinn Jóhann G. Bergþórsson. Fyrir utan að vera forstjóri og einn eigenda stóru jarðvinnu- og byggingafyrirtækjanna Hraunvirkis, Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts hefur hann verið hluthafi og tekið þátt í að stjórna fjölmörgum ólíkum fyrirtækjum, s.s. Hvaleyri, Arnarflugi, Smjörlíki-Sól, Sjóvá-Almennum, Marel - og fleirum.

Jóhann hefur einnig lengi verið í forystusveit Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og um engan bæjarstjórnarmann hefur staðið jafn mikill styr að undanförnu - eins og kunnugt er af fréttum.

Hér leggur Jóhann sín spil á borðið í opinskárri og skemmtilegri frásögn. bókin geymir athym, atburðum og málefnum sem munu koma mörgum rækilega á óvart.