Síðdegi

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2010
Flokkur: 

Úr Síðdegi:

Hljóðlega

Hljóðlega gengur hauströkkrið
í hús mitt

Eins og gömul amma
á sauðskinnsskóm
í svörtu klæðispilsi
með mórenda svuntu
grá hyrnan krossbundin

Hún á sæti í horninu
við herbergisgluggann

Taktfast stígur hún rokkinn sinn

Spunahljóðið
rennur saman við
umferðarniðinn
utan úr borginni

Síkvik
hjúfrandi
kyrrð
umvefur
allt

(21)