Sífellur

Staður: 
Reykjavík
Ár: 
1969
Flokkur: 

Úr Sífellum:

Það hitti maður stúlku sem var lífleg um vor.
Gatan var löng og hann sagði:
Æ öll erum við skrímsli á sjódýrasafni í Sviss.

Já en Sviss liggur alls ekki að sjó, sagði stúlkan.

Þess þá heldur fröken þess þá heldur.
Svona gengur þetta líf kæra fröken tómir útúrsnúningar
og frammígrip.

Og frökenin varð svolítið snúðug:
Sælir herra minn sælir.
Neðar í götunni hitti hún bláeygan pilt um vor og sagði við hann svartleit í augunum:
Æ öll erum við skrímsli á sjódýrasafni í Sviss!