Siggi sítróna

Höfundur: 
Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2018
Flokkur: 

Um bókina

Kæri lesandi,
Þetta er ég aftur, Stella, þessi sem dó næstum úr skömm í Mömmu klikk, bjargaði jólunum í Pabba prófessor og dó næstum í alvörunni í Ömmu best. Miðað við það gerist nú ekki mikið í þessari bók – DJÓK – það er ekkert grín hvað það gengur mikið á í kringum mig. Lestu bara og sjáðu!
Kveðja,
Stella

Gunnar Helgason er í hópi vinsælustu barnabókahöfunda landsins og bókaflokkurinn um Stellu hefur slegið rækilega í gegn. Fyrir Mömmu klikk, Pabba prófessor og Ömmu best hlaut hann Bókaverðlaun barnanna og að auki Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir þá fyrstnefndu.

Úr Sigga Sítrónu 

  Þór var kominn alveg að andlitinu á mér.
  Ég lokaði augunum og ... dyrnar opnuðust.
  "Jæja, ertu ekki að hreþþaþat? VOTT? Þið eruð að kyþþaþt!! OJBARA!" galaði Siggi og við hættum við kossinn. Og roðnuðum bæði tvö. Siggi hljóp fram á gang og gargaði:
  "MAMMA ... PABBI ... KOMIÐI!"
  "SIGGI, NEI ..." kallaði ég til að reyna að stoppa hann. En of seint.
  Heil björgunarsveit ruddist inn í herbergið mitt. Tveir hjúkrunarfræðingar komu hlaupandi og mamma á eftir þeim. Pabbi kom síðastur og öll voru þau með áhyggjusvip. Stofan fylltist af fólki og allir héldu að það væri eitthvað að. Hjúkkurnar tékkuðu á slöngunum og hjartslættinum og tölvuskjánum í herberginu, mamma strauk mér um ennið og pabbi ýtti Þór frá svo hann gæti gefið mér vatn. 
  "SIGGI! Hvað er eiginlega að þér!?" skammaði ég Sigga.
  "Ekkert, takk kærlega fyrir að þpyrja. Jú, mér er kannþki þmá óglatt eftir að hafa þéð ykkur ...!"
  "OH!"
  "Hún er með allt of hraðan púls!" tilkynnti önnur hjúkkan.
  "Já, það er ..." ætlaði ég að segja.
  "Hún er heit á enninu," paníkeraði mamma.
  "Mamma, það er ekki ..." sagði ég og banaði vantsglasinu frá mér.
  "Hún er eldrauð í framan," hrópaði pabbi.
  "Hún vill ekki drekka," sagði hin hjúkkan.

(53-54)