Sindri silfurfiskur

Útgefandi: 
Ár: 
2009
Flokkur: 
Barnaleikrit eftir Áslaugu, frumsýnti í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins þann 31. október 2009.

Um verkið:

Þetta er lítið ævintýri um að það sé allt í lagi að vera öðruvísi en aðrir, og mikilvægi þess að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er.

Sjávardýrin í sýningunni eru að uppistöðu brúður úr sýningu Þjóðleikhússins Krukkuborg, sem Þórhallur Sigurðsson leikstýrði á stóra sviðinu árið 1978. Una Collins, búninga- og leikmyndahönnuður, teiknaði sjávardýrin og skapaði þau ásamt formlistamönnum leikhússins, þeim Bjarna Stefánssyni og Jóni Benediktssyni. Erna Guðmarsdóttir í Leikbrúðulandi kom einnig að brúðugerðinni.

Þegar fiskarnir komu í ljós í geymslum leikhússins var ákveðið að gefa þeim nýtt líf í stað þess að hafa þá í geymslu og var Áslaug beðin um að skrifa nýtt leikrit um þorskinn, karfann og alla hina. Brúðugerðarmeistarinn Stefán Jörgen Ágústsson bjó til nýjar persónur fyrir nýja leikritið, eins og Sindra, kolkrabba, hákarl, hval og fleiri.