Sirkus

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2005
Flokkur: 

Með teikningum eftir höfund.

Úr Sirkus:

Fyrir framan sjónvarpið

Margrét vissi að þetta var búið en var ekki sorgmædd fannst þetta bara ,,gott á okkur.
Hún fór heim til sín settist fyrir framan sjónvarpið (skiljist ósymbólískt) og borðaði ís og djúpsteiktan mat svo búkurinn bólgnaði upp eins og bóla.
Dagarnir liðu sjónvarpið sýndi henni lík um allan heim eða þar til síðasti bitinn af roast beef langlokunni reyndist banabitinn og það kom gat á magann á margréti og eitthvað ógeð lak út.

Tungan í glasinu

Vöðvótti hnakkinn
með undarlegu æðarnar
sem kvíslast
um allan líkamann
segir ,,nettur á felgunni
,,tæpur á kantinum
,,þokka-fokking-lega
drulluhress
fram í rauðan dauðann
eða þar til tungan
dettur úr honum
og út frussast blóð
í stað orða.